Það vakti mikla athygli á dögunum þegar sænska ungstirnið Lucas Bergvall ákvað að ganga í raðir Tottenham frekar en Barcelona.
Á gluggadeginum virtist sem þessi 18 ára gamli leikmaður Djurgarden væri á leið til Katalóníu en svo valdi hann Tottenham.
„Þetta eru tvö ótrúleg félög og valið var mjög erfitt. Þetta var 50/50,“ segir Bergvall.
„Mér fannst réttara að fara til Tottenham. Það var samt mjög erfitt að segja nei við Barca og það tók langan tíma að taka þá ákvörðun.“