fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Rúnar gerir upp tímann hjá Arsenal: Telur þetta hafa gert útslagið – „Ég þurfti að taka afleiðingunum af því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag. Þar gerir hann meðal annars upp tíma sinn hjá enska stórliðinu Arsenal.

Rúnar yfirgaf Arsenal á dögunum eftir þrjú og hálft ár, þar sem hann var þó lánaður út þrisvar. Hann fékk samningi sínum við Skytturnar rift og skrifaði svo undir hjá FC Kaupmannahöfn.

„Það gekk nokkuð smurt fyrir sig að fá samningnum við Arsenal rift. Það áttuðu sig allir á því að þetta var það besta í stöðunni og tók ekki langan tíma þannig séð. Ég geng sáttur frá borði eftir tíma minn hjá félaginu. Hvað fótboltann varðar gekk þetta ágætlega og ég fékk að spila nokkra leiki fyrsta hálfa árið mitt hjá félaginu en svo fór þeim fækkandi. Samkeppnin varð meiri og því fannst mér það rétt skref að fara annað á lán, fyrst til Belgíu, svo til Tyrklands og loks í B-deildina.

Ég var fyrst og fremst að hugsa um landsliðið þegar ég ákvað að fara annað á lán og það gekk vel upp í Belgíu og Tyrklandi. Það eina sem gekk ekki upp, ef svo má segja, voru skiptin til Cardiff en svona er fótboltinn bara. Ég ber engan kala til félagsins þó þau skipti hafi ekki gengið upp en ég fann það strax að ég þyrfti og vildi spila reglulega. Ég ákvað því að horfa í kringum mig og er mjög feginn núna að FC Köbenhavn hafi bankað á dyrnar,“ segir Rúnar við Morgunblaðið.

Rúnar Alex í leik með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Getty Images

Rúnar lék alls sex leiki fyrir Arsenal, fjóra í Evrópudeildinni, einn í ensku úrvalsdeildinni og einn í deildabikarnum. Síðastnefndi leikurinn var gegn Manchester City og tapaðist hann 1-4. Rúnar átti dapran leik þar eftir fínar frammistöður þar á undan.

„Ég fékk góðan tíma til þess að aðlagast hjá Arsenal þegar ég kom til félagsins og það var tekið mjög vel á móti mér. Ég held satt best að segja að þessi leikur gegn City hafi sett mikið strik í reikninginn hjá mér. Ég var búinn að spila fjóra leiki fyrir félagið fyrir þann leik og halda hreinu í þrígang. Ég var því búinn að vinna mér það inn að spila gegn City, fannst mér.

Það hefur hins vegar ákveðnar afleiðingar að spila illa fyrir jafnstórt félag og Arsenal og ég þurfti einfaldlega að bíta í það súra epli að taka afleiðingunum af því að hafa átt slæman leik. Eins og ég kom inn á áðan þá fékk ég mikla og góða hjálp þegar ég kom til félagsins þannig að ábyrgðin liggur frekar hjá mér, finnst mér. Ég spilaði ekki nægilega vel í þessum eina leik og þurfti að taka afleiðingunum af því. Svona er boltinn í rauninni bara á Englandi, sérstaklega hjá stóru liðunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stuðningsmenn United hittu Amorim á óvæntum stað í morgun

Stuðningsmenn United hittu Amorim á óvæntum stað í morgun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld
433Sport
Í gær

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“
433Sport
Í gær

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar hingað til

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar hingað til