Newcastle vill krækja í hinn 18 ára gamla Amario Cozier-Duberry, sem spilar með varaliði Arsenal.
Það er Evening Standard sem segir frá þessu en Cozier-Duberry þykir mikið efni.
Það er áhugi víða á kappanum, en honum hefur verið líkt við Bukayo Saka, eina helstu stjörnu Arsenal. Líklegt er að Ajax og Dortmund muni einnig reyna við kappann.
Miðað við nýjustu fréttir ætlar Newcastle hins vegar að vera með í kapphlaupinu.