Jose Mourinho var rekinn frá Roma fyrr á þessu tímabili en hann var sjálfur gríðarlega óánægður með þá ákvörðun.
Mourinho náði fínum árangri á þremur árum með Roma og vann til að mynda Sambandsdeildina með liðinu.
Gengið var þó ansi slæmt á þessu tímabili og ákvað stjórn Roma að láta hann fara sem kom mörgum á óvart.
Samkvæmt II Messaggero á Ítalíu þá telur Mourinho að Roma hafi svikið loforð, ekki bara stjórnin heldur einnig leikmenn liðsins.
Mourinho taldi sig vera með traust beggja aðila allavega út tímabilið sem reyndist því miður fyrir hann ekki satt.