fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Með mjög umdeild ummæli um bandarísku deildina – ,,Ekki hægt að tala um hana eins og áður“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tim Parker, fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, er á því máli að MLS deildin sé komin á allt annan stað en fyrir nokkrum árum síðan.

MLS deildin hefur lengi verið deild þar sem eldri leikmenn fara og enda ferilinn en gæðin eru ekki sú bestu í Bandaríkjunum.

Lionel Messi, einn besti leikmaður sögunnar, spilar þar í dag eða með Inter Miami sem og aðrar fyrrum stjörnur í Evrópu.

Parker segir að það sé ekki horft á MLS deildina sömu augum í dag þrátt fyrir að margar af þessum stjörnum séu komnar vel yfir þrítugt.

,,Að Messi hafi komið hingað er augljóslega það stærsta í sögu deildarinnar, stærsta nafnið,“ sagði Parker.

,,Fólk horfði alltaf á MLS deildina sem deild þar sem fólk endar ferilinn, hann er enn að spila fyrir Argentínu, hann er enn að skora fyrir Argentínu.“

,,Hann skorar mörk í MLS deildinni en vissulega ekki gegn bestu liðum heims. Ég held þó að fólk þurfi að átta sig á því að það sé ekki hægt að tala um þetta sem sömu deild og áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu