Tim Parker, fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, er á því máli að MLS deildin sé komin á allt annan stað en fyrir nokkrum árum síðan.
MLS deildin hefur lengi verið deild þar sem eldri leikmenn fara og enda ferilinn en gæðin eru ekki sú bestu í Bandaríkjunum.
Lionel Messi, einn besti leikmaður sögunnar, spilar þar í dag eða með Inter Miami sem og aðrar fyrrum stjörnur í Evrópu.
Parker segir að það sé ekki horft á MLS deildina sömu augum í dag þrátt fyrir að margar af þessum stjörnum séu komnar vel yfir þrítugt.
,,Að Messi hafi komið hingað er augljóslega það stærsta í sögu deildarinnar, stærsta nafnið,“ sagði Parker.
,,Fólk horfði alltaf á MLS deildina sem deild þar sem fólk endar ferilinn, hann er enn að spila fyrir Argentínu, hann er enn að skora fyrir Argentínu.“
,,Hann skorar mörk í MLS deildinni en vissulega ekki gegn bestu liðum heims. Ég held þó að fólk þurfi að átta sig á því að það sé ekki hægt að tala um þetta sem sömu deild og áður.“