Liverpool mun bæta eigið met á Anfield um næstu helgi er liðið spilar við Burnley í ensku úrvalsdeildinni.
Athletic greinir frá en ný stúka er tilbúin á vellinum sem gerir 60 þúsund manns kleift að mæta og horfa á viðureignina.
Stúkan hefur verið í vinnslu í ansi langan tíma en útlit er fyrir að hún verði notuð gegn Burnley á sunnudag.
Verkefnið kostaði Liverpool 80 milljónir punda en stúkan átti að vera klár fyrir tímabilið en verkefnið tafðist.
Metið á Anfield eru 58,757 áhorfendur í dag en það var sett í leik gegn Chelsea í desember 1949.