fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Carragher í stríði við norskan fjölmiðlamann – „Ég er ekki að grínast“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og fyrrum leikmaður Liverpool, Jamie Carragher, átti í útistöðum við norska fjölmiðlamanninn Jan Åge Fjørtoft eftir leik Arsenal og Liverpool á sunnudag.

Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Leandro Trossard skoruðu mörk Arsenal í 3-1 sigri en Liverpool komst á blað með sjálfsmarki Gabriel í vörn Arsenal.

Eftir leik fagnaði Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, með ljósmyndara Arsenal og tók hann myndir af honum. Þetta fór fyrir brjóstið á Carragher sem vill ekki sjá menn fagna sigrum svo innilega.

„Farðu bara inn í klefa. Þið unnuð leikinn en þetta eru þrjú stig. Þið voruð frábærir og eruð komnir aftur í titilbaráttuna, en farðu inn í klefa. Ég er ekki að grínast,“ sagði Carragher í beinni útsendingu eftir leik.

Fjørtoft, landi Ödegaard, gagnrýndi hann á samfélagsmiðlum.

„Koma svo Carragher. Leyfðu Martin að sýna ástríðu. Leyfðu honum að eiga sitt augnablik með liðsfélögum og Stuart (ljósmyndaranum),“ skrifaði hann.

Carragher svaraði á ný.

„Mér fannst þetta með ljósmyndarann of mikið, eins og fullyrðing þín um að Salah væri að fara frá Liverpool,“ skrifaði hann, en Fjørtoft fullyrti síðasta sumar að Mohamed Salah færi frá Liverpool til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Í gær

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir