fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Carragher í stríði við norskan fjölmiðlamann – „Ég er ekki að grínast“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og fyrrum leikmaður Liverpool, Jamie Carragher, átti í útistöðum við norska fjölmiðlamanninn Jan Åge Fjørtoft eftir leik Arsenal og Liverpool á sunnudag.

Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Leandro Trossard skoruðu mörk Arsenal í 3-1 sigri en Liverpool komst á blað með sjálfsmarki Gabriel í vörn Arsenal.

Eftir leik fagnaði Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, með ljósmyndara Arsenal og tók hann myndir af honum. Þetta fór fyrir brjóstið á Carragher sem vill ekki sjá menn fagna sigrum svo innilega.

„Farðu bara inn í klefa. Þið unnuð leikinn en þetta eru þrjú stig. Þið voruð frábærir og eruð komnir aftur í titilbaráttuna, en farðu inn í klefa. Ég er ekki að grínast,“ sagði Carragher í beinni útsendingu eftir leik.

Fjørtoft, landi Ödegaard, gagnrýndi hann á samfélagsmiðlum.

„Koma svo Carragher. Leyfðu Martin að sýna ástríðu. Leyfðu honum að eiga sitt augnablik með liðsfélögum og Stuart (ljósmyndaranum),“ skrifaði hann.

Carragher svaraði á ný.

„Mér fannst þetta með ljósmyndarann of mikið, eins og fullyrðing þín um að Salah væri að fara frá Liverpool,“ skrifaði hann, en Fjørtoft fullyrti síðasta sumar að Mohamed Salah færi frá Liverpool til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina