Arsenal á von á sekt frá enska knattspyrnusambandinu eftir leik gegn Liverpool sem fór fram um helgina.
Arsenal vann þennan leik 3-1 á heimavelli og má segja að sigurinn hafi verið verðskuldaður að lokum.
Sex leikmenn Arsenal fengu þó gult spjald í þessari viðureign og á félagið von á sekt frá sambandinu vegna þess.
Arsenal þarf að borga 25 þúsund pund vegna hegðun leikmanna liðsins en þrjú af þessum gulu spjöldum voru í uppbótartíma.
Liverpool fékk þá fimm gul spjöld í leiknum ef talið er með rauða spjald Ibrahima Konate sem var sendur af velli með tvö spjöld.