Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni er nú í meðferð þar sem hann er háður ólöglegu hláturgasi sem enskir fjölmiðlar kalla hippakrakk.
Um er að ræða hláturgas sem nú er flokkað sem eiturlyf í Bretlandi eftir að reglugerðarbreytingar fóru í gegn.
Segir í enskum blöðum að þessi aðili hafi um langt skeið verið háður þessi.
Segir að fjölskylda hans hafi með hjálp félagsins sem hann leikur fyrir komið honum í meðferð.
Lögregla hafði haft afskipti af honum fyrir jól en þar sem aðrir farþegar voru í bifreið hans var ekki sannað að hann ætti hippakrakkið.
Ensk blöð vilja ekki nafngreina þennan leikmann en segja að fjöldi leikmanna í enska boltanum sé að nota þetta efni.