Al-Hilal í Sádí Arabíu ætlar sér að keyra á Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United í sumar og vill félagið klófesta hann.
Bruno er 29 ára gamall miðjumaður en hann. var á óskalista Al-Hilal í janúar en United vildi ekki selja hann.
Al-Hilal telur sig geta klófest Bruno og gert hann að einum launahæsta leikmanni í heimi.
Ljóst er að Manchester United hefur hins vegar lítinn sem engan áhuga á að selja Bruno sem er líklega mikilvægasti leikmaður liðsins.
Bruno var gerður að fyrirliða United síðasta sumar en United hefði áhuga á að selja bæði Casemiro og Raphael Varane til Sádí Arabíu síðasta sumar.