Chelsea varð sér til skammar á heimavelli í gær er liðið mætti Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Bláliðar töpuðu þessum leik 4-2 og það sannfærandi en fáir leikmenn liðsins eru að standast væntingar á þessu tímabili.
Jamie O’Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, var harðorður í garð leikmanna Chelsea eftir tapleikinn.
O’Hara talaði sérstaklega um Mykhailo Mudryk sem kom inná sem varamaður og heillaði nákvæmlega engann með sinni frammistöðu.
,,Það eru leikmenn þarna á átta ára samningum, ég myndi ekki gefa þeim eins árs samning,“ sagði O’Hara við Sky Sports.
,,Mudryk kostaði 70 milljónir punda? Ég myndi ekki borga sjö pund fyrir hann í dag – hann gaf boltann frá sér 15 sinnum eftir innkomuna.“