fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Myndi ekki borga sjö pund fyrir manninn sem kostaði 70 milljónir

Victor Pálsson
Mánudaginn 5. febrúar 2024 18:30

Jamie O'Hara

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea varð sér til skammar á heimavelli í gær er liðið mætti Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

Bláliðar töpuðu þessum leik 4-2 og það sannfærandi en fáir leikmenn liðsins eru að standast væntingar á þessu tímabili.

Jamie O’Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, var harðorður í garð leikmanna Chelsea eftir tapleikinn.

O’Hara talaði sérstaklega um Mykhailo Mudryk sem kom inná sem varamaður og heillaði nákvæmlega engann með sinni frammistöðu.

,,Það eru leikmenn þarna á átta ára samningum, ég myndi ekki gefa þeim eins árs samning,“ sagði O’Hara við Sky Sports.

,,Mudryk kostaði 70 milljónir punda? Ég myndi ekki borga sjö pund fyrir hann í dag – hann gaf boltann frá sér 15 sinnum eftir innkomuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“