fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Íslenska landsliðið mætir Englandi í æfingaleik fyrir Evrópumótið í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. febrúar 2024 10:09

Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla mætir Englandi í vináttuleik þann 7. júní og fer leikurinn fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Leikurinn er hluti af undirbúningi enska liðsins fyrir lokakeppni EM í Þýskalandi.

Íslenska liðið mætir Ísrael í fyrri umspilsleik um sæti í lokakeppni EM 2024 þann 21. mars. Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu 26. mars í úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM 2024 í sumar.

Ísland og England hafa mæst fimm sinnum áður í A landsliðum karla og þar af einu sinni áður á Wembley. Ísland hefur unnið einn leik, en það var þegar liðin mættust í lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. Jafntefli varð niðurstaðan í fyrstu viðureign liðanna, á Laugardalsvelli í júní 1982. Síðustu tveir leikir liðanna voru í Þjóðadeildinni árið 2020, en þar unnu Englendingar báða leikina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrottaleg slagsmál brutust út í nótt á Spáni – Sjáðu myndbandið

Hrottaleg slagsmál brutust út í nótt á Spáni – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fréttirnar um Klopp algjört kjaftæði

Fréttirnar um Klopp algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fjögur stórlið í samtali við Emi Martinez – Tvö á Englandi og tvö á Spáni

Fjögur stórlið í samtali við Emi Martinez – Tvö á Englandi og tvö á Spáni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja Greenwood í sumar

Gætu neyðst til að selja Greenwood í sumar