Ferill miðjumannsins Donny van de Beek hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár eftir að hann krotaði undir samning við Manchester United.
Van de Beek stóðst aldrei væntingar hjá United eftir að hafa staðið sig mjög vel hjá Ajax í Hollandi.
Í byrjun janúar var Van de Beek lánaður til Frankfurt þar sem hann hefur spilað þrjá leiki til þessa.
Frankfurt virðist þó vera að missa trú á Hollendingnum sem var ekki valinn í leikmannahóp liðsins fyrir útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Frankfurt má kaupa Van de Beek fyrir 11 milljónir evra í sumar en litlar líkur eru á að það verði raunin.