AC Milan ætlar að gera allt í sínu valdi til að halda markmanninum Mike Maignan sem er á mála hjá félaginu.
Um er að ræða gríðarlega öflugan markmann sem stendur einnig á milli stanganna hjá franska landsliðinu.
Samkvæmt ítölskum miðlum er Milan í viðræðum við Maignan og mun hann fá gríðarlega launahækkun með nýjum samningi.
Samkvæmt fréttinni mun Maignan biðja um tvöföld laun og fá þá sömu laun og stjarna liðsins í sókninni, Rafael Leao.
Maignan myndi þéna sjö milljónir evra á ári en hann hefur sjálfur verið orðaður við önnur stórlið í Evrópu.