fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Milan tilbúið að tvöfalda launin

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. febrúar 2024 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan ætlar að gera allt í sínu valdi til að halda markmanninum Mike Maignan sem er á mála hjá félaginu.

Um er að ræða gríðarlega öflugan markmann sem stendur einnig á milli stanganna hjá franska landsliðinu.

Samkvæmt ítölskum miðlum er Milan í viðræðum við Maignan og mun hann fá gríðarlega launahækkun með nýjum samningi.

Samkvæmt fréttinni mun Maignan biðja um tvöföld laun og fá þá sömu laun og stjarna liðsins í sókninni, Rafael Leao.

Maignan myndi þéna sjö milljónir evra á ári en hann hefur sjálfur verið orðaður við önnur stórlið í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt