Ekkert verður af því að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mætist í leiknum sem hefur verið kallaður „síðasti dansinn.“
Lið þeirra, Al-Nassr og Inter Miami, mætast í æfingaleik á morgun og ríkti mikil eftirvænting fyrir að sjá tvo af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar mætast enn á ný.
Ekkert verður hins vegar af því þar sem Ronaldo er enn að ná sér af meiðslum.
Leikurinn fer fram annað kvöld klukkan 18 að íslenskum tíma. Hann verður spilaður í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu.