Varaforseti þýska knattspyrnusambandsins hefur í raun staðfest það að Jurgen Klopp komi til greina sem næsti landsliðsþjálfari Þýskalands.
Það veltur allt á gengi Þýskalands á EM í sumar en liðið spilar á heimavelli og spilar undir stjórn Julian Nagelsmann.
Ronny Zimmermann, varaforseti sambandsins, svaraði spurningum blaðamanna varðandi Klopp sem er að kveðja Liverpool í sumar eftir níu ár í starfi.
Zimmermann útilokar alls ekki að Klopp taki við þýska liðinu af Nagelsmann ef ákvörðun verður tekin um að breyta til í þjálfarateyminu.
,,Við þurfum alls ekki að deila um það að Jurgen Klopp sé frábær þjálfari,“ sagði Zimmermann.
,,Við þurfum heldur ekki að tala um að hann gæti komið til greina sem næsti landsliðsþjálfari Þýskalands.“
,,Eftir EM þá getum við skoðað stöðu landsliðsþjálfarans en ég myndi alveg lifa með því að ráða Klopp til starfa líkt og margir aðrir.“