Manchester United bauð 100 milljónir evra í miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic á sínum tíma en frá þessu greinir Igli Tare.
Tare starfaði sem yfirmaður knattspyrnumála Lazio á þessum tíma en forseti félagsins hafði engan áhuga á að selja.
Serbinn leikur í dag í Sádi Arabíu en hann kostaði Al-Hilal um 40 milljónir evra síðasta sumar.
,,Eini sannleikurinn sem hefur verið sagður um Sergej er að forsetinn hafnaði risatilboði upp á 100 milljónir evra frá bæði AC Milan og Manchester United,“ sagði Tare.
,,Ég vil ekki fara út í smáatriðin og af hverju salan fór ekki í gegn en forsetinn vildi halda bestu leikmönnunum og standa við loforð sem hann gaf stjóranum.“
,,Við skulum ekki gleyma því að þegar COVID var upp á sitt versta og tímabilinu var slaufað þá var Lazio hársbreidd frá því að vinna deildina.“