Fulham 0 – 2 Newcastle
0-1 Sean Longstaff
0-2 Dan Burn
Newcastle er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins eftir leik gegn Fulham á útivelli í kvöld.
Heimamenn í Fulham voru heilt yfir sterkari aðilinn en Newcastle sá um að skora bæði mörk leiksins.
Sean Longstaff kom gestunum yfir í fyrri hálfleik og skoraði Dan Burn mark til að gulltryggja sigurinn.
Newcastle er því komið í 8-liða úrslit keppninnar en Fulham úr leik þetta tímabilið.