Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið kynntur til leiks hjá Brentford. Tíðindin hafa legið í loftinu.
Hákon kemur frá Elfsborg en hann var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra.
Þá er Hákon dýrasti markvörðurinn sem er seldur frá Svíþjóð en kaupverðið gæti orðið allt að 4 milljónir evra.
Hákon átti frábært ár í fyrra og er orðinn aðalmarkvörður íslenska landsliðsins einnig.