Liverpool, Manchester United og Manchester City falla öll niður á lista Deloitte sem tekur saman tekjur allra knattspyrnuliða í Evrópu.
Real Madrid tekur toppsætið af City en félagið var með 723 milljónir punda í tekjur á síðustu leiktíð.
Það er fimm milljónum punda meira en Manchester City sem vann þrennuna frægu á síðustu leiktíð.
Tekjur PSG og FC Barcelona voru miklar en Manchester United var með 648 milljónir punda í tekjur.
Liverpool fellur úr þriðja sæti og niður í sjöunda sæti listans en tekjur félagsins voru minni en tímabilið þar á undan.
Möguleiki er á að tekjur Liverpool minnki aftur á milli tímabila þar sem Liverpool var ekki í Meistaradeildinni á þessu tímabili.
Þetta eru tíu tekjuhæstu knattspyrnufélög í heimi.