Antony Martial framherji Manchester United verður frá í tæpa þrjá mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð í vikunni.
Franski framherjinn hefur ekkert spilað undanfarnar vikur vegna veikinda og meiðsla.
Meiðsli hans gætu orðið til þess að Untied fer út á markaðinn og reynir að sækja sér framherja. Eini framherji liðsins eins og staðan er í dag er Rasmus Hojlund.
Ensk blöð segja að Karim Benzema og Eric Maxim Choupo-Moting séu þeir sem koma til greina og staðan er í dag þegar vika er eftir af glugganum.
Benzema vill ólmur losna frá Sádí Arabíu og Choupo-Moting fær fá tækifæri hjá Bayern eftir að Harry Kane kom til félagsins.
United hefur ekki mikla fjármuni til að eyða nú í janúar vegna FFP regluverksins sem UEFA er með í kringum fjármál félaganna.