Karim Benzema er nú sterklega orðaður við Chelsea í kjölfar þess að hann bað um að fá að fara frá Sádi-Arabíu.
Benzema er á mála hjá Al-Ittihad en er ósáttur og vill fá að fara annað á láni. Hann kom til liðsins í sumar frá Real Madrid.
Chelsea þykir líklegasti kosturinn sem stendur þó fleiri félög séu inn í myndinni.
The Sun birti hugsanlegt byrjunarlið Chelsea með franska framherjann innanborðs og hvernig hann myndi passa inn í hlutina.
Eins og gefur að skilja yrði hann fremsti maður en miðillinn stillir Cole Palmer og Christopher Nkunku upp fyrir aftan hann. Þetta yrði ansi spennandi framlína.