Samkvæmt Mirror leiðir West Ham kapphlaupið um Albert Guðmundsson. Það verður þó ekki ódýrt að fá hann.
Albert hefur verið stórkostlegur fyrir Genoa á leiktíðinni, er kominn með 11 mörk og 3 stoðsendingar í öllum keppnum.
Í kjölfarið hefur hann verið orðaður við stærri lið, bæði á Ítalíu og annars staðar.
Nú er West Ham sagt leiða kapphlaupið en á Englandi hefur einnig verið rætt um Aston Villa sem hugsanlegan áfangastað.
Mirror segir jafnframt frá því að það kosti að minnsta kosti 21 milljón punda að landa Alberti.
Genoa vill líklega halda kappanum fram á sumar þar sem félagið seldi annan lykilmann, Radu Dragusin, til Tottenham fyrr í þessum mánuði. Það er spurning hvort nógu gott tilboð berist í Albert.