Starfsmenn Manchester City eru svekktir og sárir yfir því að sjá Omar Berrada yfirgefa félagið og taka til starfa hjá Manchester United.
Greint var frá því um helgina að Berrada hefði tekið við sem nýr stjórnarformaður Manchester Untied.
Berrada hefur verið í stóru hlutverki hjá City í mörg ár og komið að rekstri félagsins og leikmannamálum.
„Ég talaði við nokkra hjá City og þeir trúa því ekki að við höfum náð í hann,“ segir Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United.
City sendi Berrada strax í leyfi og óttaðist félagið að hann gæti tekið með sér upplýsingar frá félaginu.
„Hann hefur gert svo mikið í leiknum, hann hefur náð árangri. Þetta er gott skref fyrir Manchester United.“
„Þetta gætu orðið ein bestu kaup United í janúar.“