Gestir á leik Arsenal og Crystal Palace á laugardag voru agndofa yfir verði á samloku sem þar var til sölu.
Arsenal vann leikinn 5-0 en enskir miðlar vekja athygli á reiði fólks yfir verði á steikarsamloku sem var til sölu.
Kostaði hún 27 pund, eða um 4700 íslenskar krónur. Þó samlokan hafi verið vegleg og drykkur hafa fylgt henni fannst fólki þetta ansi dýrt.
„Þetta er til skammar,“ skrifaði einn netverji. „Hvernig geta þau rukkað svona mikið þegar miðarnir eru þegar rándýrir,“ skrifaði annar.
Fleiri tóku til máls. „Þetta undirstrikar allt sem er að leiknum í dag.“
Hér að neðan má sjá samlokuna sem um ræðir.