Mags Mernagh sem hannaði glæsilegt æfingasvæði Leicester City hefur verið ráðinn til starfa hjá Manchester United. Honum er ætlað að sjá um alla innviði félagsins.
Eitt af fyrstu verkefnum Mernagh er að taka út Carrington æfingasævði félagsins og sjá hvort hægt sé að gera endurbætur þar.
United er að skoða það að færa æfingasvæði sitt til að byggja upp nýtt og glæsilegt svæði.
Æfingasvæði félagsins er komið til ára sinna en Leicester byggði nýtt svæði sem var opnað árið 2021 og er eitt það flottasta í heiminum.
Fleiri félög hafa byggt upp ný svæði á meðan Manchester United hefur setið eftir. Ekki er mikið pláss á Carrington til að breyta og bæta hlutina.
🚨 | Mags Mernagh – the designer of Leicester City's training ground – is now the director of infrastructure at #mufc and overseeing the enhancements at Carrington. [Samuel Luckhurst, MEN] pic.twitter.com/SubpAHdILc
— UtdDistrict (@UtdDistrict) January 22, 2024