Ótrúlegt mark var skorað í La Liga, efstu deild Spánar í gær.
Þá mættust Osasuna og Getafe. Á 80. mínútu var staðan 2-2 en þá tók Jesus Areso, leikmaður fyrrnefnda liðsins, til sinna ráða.
Hægri bakvörðurinn skoraði þá mark úr ótrúlega þröngu færi en það má ætla að hann hafi ætlað að gefa boltann fyrir.
Menn hreinlega átta sig ekki á hvernig boltinn gat endað í netinu. Sjón er sögu ríkari. Myndband af markinu er hér að neðan.
Liðin eru hlið við hlið um miðja deild.
Jesús Areso Is this the goal of the year in La Liga scored? Wow! pic.twitter.com/5Vkh472To6
— Torstein Solheim (@TorsteinSolheim) January 21, 2024