Andreas Byder, yfirmaður knattspyrnumála Lyngby í Danmörku, hefur í raun staðfest frétt sem birtist hér á 433.is í morgun.
Greint var frá því að Gylfi væri búinn að rifta samningi sínum við Lyngby en hann er á leið til Spánar og mun þar vinna í að jafna sig af erfiðum meiðslum.
433.is greindi frá því að Gylfi sé að íhugas eigin framtíð og er útlit fyrir að hans tíma hjá Lyngby sé lokið.
,,Við tjáum okkur yfirleitt ekki um svona fréttir en vegna meiðsla hans þá hefur Gylfi afþakkað það að fá launm frá Lyngby á meðan hann jafnar sig,“ sagði Byder.
,,Tæknilega séð höfum við rift samningnum við leikmanninn en við erum með heiðursmanna samkomulag og þegar Gylfi hefur náð sér á Spáni þá mætir hann aftur í leikmannahópinn fyrir dönsku Superliga.“
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í málum Gylfa en talað hefur verið um að hann sé einfaldlega að leggja skóna á hilluna.