Mohamed Salah er á leið heim úr Afríkumótinu eftir að hafa meiðst í síðasta leik liðsins gegn Gana.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, staðfesti þetta í kvöld en Salah meiddist í fyrri hálfleik og fór af velli.
Klopp staðfesti það einnig að Salah myndi líklega fara aftur til Fílabeinsstrandarinnar ef Egyptaland kemst í úrslitaleikinn.
Það veltur þó á því hvort Salah verði búinn að ná sér en hann mun reyna að jafna sig af meiðslunum í Liverpool.
Meiðslin eru ekki of alvarleg en Salah fann til aftan í læri og gat ekki haldið keppni áfram.