fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Ummæli Klopp ekki til að hughreysta stuðningsmenn Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. janúar 2024 11:30

Salah fór meiddur af velli í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður út í meiðsli sem Mohamed Salah varð fyrir í leik Egyptalands gegn Gana í Afríkukeppninni í gær.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli en Salah fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Hélt hann um aftanvert lærið á sér.

Klopp og stuðningsmenn eru án efa áhyggjufullir en nógu slæmt var að missa Salah í Afríkukeppnina í nokkrar vikur.

„Við vitum ekkert. Ég talaði við hann í gærkvöldi og við fáum að vita nánar hver staðan er. Hann fann fyrir einhverju og við vitum að Mo fer mjög sjaldan út af meiddur, þannig þetta er klárlega eitthvað,“ sagði Klopp um málið.

Salah hefur verið magnaður fyrir Liverpool á leiktíðinni og er kominn með 14 mörk og 8 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Í gær

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“