Steven Gerrard hefur nokkuð óvænt skrifað undir nýjan og lengri samning við Al Ettifaq í Sádí Arabíu. Gerrard tók við þjálfun liðsins síðasta sumar.
Gerrard gerði þá tveggja ára samning en undanfarnar vikur hefur verið rætt um það að Al Ettifaq ætlaði að reka Gerrard.
Félagið ætlar ekki þá leið og hefur framlengt við Gerrard til ársins 2027.
Félagið ætlar sér að setja meiri fjármuni í liðið og sækja alvöru nöfn en Gerrard hefur kallað eftir því undanfarið.
Al Ettifaq er búið að rifta samningi við Jordan Henderson en búist er við að félagið reyni að fá stór nöfn til félagsins nú strax í janúar.
🚨 EXCL: Steven Gerrard agrees 2yr contract extension as Al Ettifaq head coach. Existing deal runs until 2025 – new terms to expire in 2027. Club hierarchy will continue commitment to provide funds for signing players + developing #AlEttifaq @TheAthleticFC https://t.co/TJAOlkRJEG
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 18, 2024