fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Arnór segir frá skilaboðum sem íslenskir landsliðsmenn fengu – „Þetta var alveg gróft“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna ef til vill margir eftir því þegar ferðamaður otaði uppþvottabursta að landsliðsfyrirliða Tyrkja í fótbolta, Emre Belözoglu, í Leifsstöð fyrir leik gegn Íslandi hér á landi í undankeppni EM 2020. Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður, rifjaði atvikið upp í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark.

Liðin mættust hér á landi í júní 2019 og vann Ísland glæsilegan 2-1 sigur. Aðal fréttaefnið í kringum leikinn var þó stóra uppþvottaburstamálið. Fjöldi fjölmiðla ræddi við Emre við komuna til Íslands en tyrkneska liðið hafði þurft að þola mikla seinkun. Innan um alla hljóðnemana leyndist svo uppþvottabursti sem ferðamaður var með og ákvað að grínast aðeins.

Tyrkneskt samfélag tók þessu mjög illa og sendi íslenskum landsliðsmönnum sem og almenningi ljót skilaboð. Það kom þó í ljós að maðurinn með uppþvottaburstann var belgískur ferðamaður.

„Þeir urðu svo móðgaðir. Allir í landsliðinu fengu svona 150 skilaboð frá Tyrkjum á Instagram. Svo spiluðum við Tyrki úti seinni í þessari undankeppni. Ég gleymi því aldrei þegar þjóðsöngurinn okkar var spilaður. Ég hef aldrei heyrt svona flaut. Maður nánast þurfti að halda fyrir eyrun,“ sagði Arnór í Chess After Dark.

„Þetta var alveg gróft. Þeir voru að reyna að finna hver þetta var en svo var þetta ekkert Íslendingur. Það var það besta við þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Í gær

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli