Brentford hefur gengið frá samningi við Tottenham og fær Sergio Reguilón á láni út þessa leiktíð. Frá þessu verður gengið í dag.
Tottenham hefur engan áhuga á að nota spænska bakvörðinn og lánar hann í annað sinn á þessu tímabili.
Reguilón var hjá Manchester United á fyrri hluta tímabils en United sótti hann vegna meiðsla. Um leið og leikmenn fóru að koma til baka ákvað United að rifta samningum.
Brentford hefur enga klásúlu til að kaupa Reguilón sem var hjá Atletico Madrid áður en hann kom til Tottenham.
Reguilón fer í læknisskoðun í dag og gengur svo frá samningi sínum.
🚨🐝 Sergio Reguilón to Brentford, here we go! Final green light just arrived after verbal agreement between clubs.
Loan move with NO option to buy clause as Sergio will be back to Tottenham at the end of the season.
Medical tests on Wednesday.
Exclusive story, confirmed. pic.twitter.com/8JTZFuiBJh
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 16, 2024