Roberto Firmino ætlar sér ekki burt frá Al-Ahli í janúar þrátt fyrir fréttir um annað. Fabrizio Romano segir frá.
Það var sagt frá því á dögunum að Firmino vildi koma sér burt frá Sádi-Arabíu eftir nokkuð brösótt gengi.
Firmino gekk í raðir Al-Ahli frá Liverpool í sumar og hefur verið orðaður við endurkomu til Evrópu.
Brasilíumaðurinn ætlar sér hins vegar að vera áfram í Sádí, fram á sumar hið minnsta.
🚨🇸🇦 Roberto Firmino, not planning to leave Al Ahli in the January transfer window despite recent reports.
Very clear message from his camp: he’s set to stay at Al Ahli. No changes expected. pic.twitter.com/2FHq25AK9o
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 17, 2024