Sir Jim Ratcliffe sem er að ganga frá 25 prósenta hlut í Manchester United var mættur á jafntefli liðsins við Tottenham í gær vill styrkja leikmannahópinn.
Ratcliffe hefur samþykkt kaupin en nú er beðið eftir að enska úrvalsdeildin stimpli þau.
Evening Standard í Bretlandi segir að Ratcliffe og hans fólk hafi greint leikmannahópinn og vilji styrkja fjórar stöður.
Í forgangi verði að finna framherja sem geti keppt við Rasmus Hojlund og hafi jafnvel nokkra reynslu.
Miðjumaður er einnig í forgangi, sem og miðvörður og hægri bakvörður en félagið vill styrkja þessar stöður næsta sumar.
Ratcliffe má ekki ganga frá neinum kaupum fyrr en enska deildin stimplar kaup hans og það verður ekki fyrr en í febrúar.