Stórlið Juventus á Ítalíu er óvænt að horfa til miðjumannsins Jordan Henderson sem spilar í Sádi Arabíu í dag.
Þetta segir blaðamaðurinn virti Gianluca Di Marzio en Henderson yfirgaf Liverpool í sumar fyrir peningana í Sádi.
Gengið hjá Al-Ettifaq þar í landi hefur verið erfitt og er Henderson að leitast eftir því að komast annað í janúar.
Nokkur lið á Englandi hafa verið orðuð við Henderson en Juventus er nú nefnt til sögunnar sem kemur mörgum á óvart.
Henderson er reynslumikill leikmaður og er landsliðsmaður Englands og telur Juventus að hann gæti styrkt hóp sinn fyrir komandi verkefni.