Linda Pizzuti Henry, eiginkona milljarðamæringsins John W. Henry eiganda Fenway Sports Group sem á meðal annars enska knattspyrnufélagið Liverpool og hafnaboltaliðið Boston Red Sox, var meðal þeirra þurfti að yfirgefa hótel Bláa Lónsins í nótt.
Frá þessu greinir Pizzuti-Henry á Instagram-síðu sinni en hún hefur dvalið hérlendis ásamt dóttur þeirra hjóna undanfarna daga. Greinir hún frá því að rýming Bláa Lónsins hafi gengið vel fyrir sig og hún og dóttir hennar hafi komist í öruggt skjól ásamt öðrum gestum.
Linda og John kynntust árið 2006 og giftu sig árið 2009. Hún hefur reynslu í fasteignaþróun og átti stóran þátt í landa samningum sem gerðu það að verkum að Liverpool gat hafist handa við að stækka Anfield, hin heimsþekkta heimavöll liðsins. Árið 2017 eignaðist Linda sjálf hlutabréf í liðinu og er því persónulega í eigandahópi þess.