Radu Dragusin verður ekki leikmaður Tottenham í það mörg ár ef þú spyrð umboðsmann leikmannsins, Florin Manea.
Dragusin var að skipta um félag en hann yfirgaf Genoa á Ítalíu og skrifaði undir hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Það er ekki endastöð Dragusin að sögn Manea sem býst við að sinn maður spili fyrir Real Madrid eftir aðeins nokkur ár.
,,Við erum bara að byrja okkar ferðalag, við viljum að hann spili með bestu liðum heims,“ sagði Manea.
,,Við vorum nálægt Bayern Munchen sem er eitt stærsta lið heims en draumur hans er Real Madrid og Barcelona.“
,,Ef hann væri reynslumeiri þá hefði hann kannski viljað Bayern en við hugsuðum út í smáatriðin. Ég sé hann fyrir mér hjá Real Madrid eftir þrjú eða fjögur ár.“