Newcastle 2 – 3 Manchester City
0-1 Bernardo Silva(’26)
1-1 Alexander Isak(’35)
2-1 Anthony Gordon(’37)
2-2 Kevin de Bruyne(’74)
2-3 Oscar Bobb(’90)
Það var talsvert meira fjör í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en leikið var á St. James’ Park í Newcastle.
Fyrri leik dagsins lauk með 1-0 sigri Chelsea á Fulham þar sem fjörið var af skornum skammti.
Newcastle lenti undir í leiknum í dag gegn meisturunum en kom til baka og tók forystu í fyrri hálfleik með mörkum frá Anthony Gordon og Alexander Isak.
Kevin de Bruyne er að snúa aftur í lið City en hann var ekki lengi að stimpla sig inn eftir innkomu í seinni hálfleik.
Belginn sá um að jafna metin fyrir gestina á 74. mínútu í 2-2, fimm mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður.
City pressaði stíft að marki heimamanna á lokamínútunum og náði inn sigurmarki á síðustu metrunum.
Oscar Bobb gerði það mark sem var í raun stórkostlegt en hann fékk sendingu frá De Bruyne og kláraði færi sitt af stakri stilld til að tryggja sigurinn.