Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fá David Datro Fofana framherja Chelsea á láni nú í dag.
Fofana hefur verið á láni fyrri hluta tímabilsins hjá Union Berlin.
Fofana flýgur til Englands í dag eftir að Chelsea rifti samningi hans og ætlar nú að lána hann til Burnley.
Fofana kom til Chelsea fyrir ári síðan frá Molde fyrir 8 milljónir punda.
Hann er stór og sterkur framherji sem Burnley vonar að geti hjálpað félaginu að bjarga sér frá falli.