Joao Palhinha, leikmaður Fulham, vill fara til Barcelona í kjölfar þess að ljóst varð að hann færi ekki til Bayern Muncen í þessum mánuði. Spænski miðillinn Sport segir frá.
Miðjumaðurinn var hársbreidd frá því að fara til Bayern í sumar en á síðustu stundu gekk dæmið ekki upp og hann sneri aftur til London.
Palhinha hefur þó áfram verið orðaður við Bayern en fer ekki í janúar. Ástæða þess er sögð verðmiðinn á Palhinha en Fulham vill 60 milljónir evra fyrir hann.
Ekki er víst að Börsungar geti gengið að þessum verðmiða eitthvað frekar en Bayern, en Palhinha hefur heillað mikið með Fulham.