Aron Bjarnason hefur skrifað undir samning við Breiðablik en félagið staðfestir þetta. Aron kemur til félagsins frá Sirius í Svíþjóð.
Bæði Valur og KR höfðu áhuga á Aroni en Breiðablik var tilbúið að greiða Sirius uppsett verð og greiða Aroni veglegan launapakka.
Valur var ekki tilbúið að ganga frá kaupverðinu sem Sirius setti upp.
Aron er 28 ára gamall en hann lék með Breiðablik frá 2017 til 2019 en hann gekk svo í raðir Vals sumarið 2020 og varð Íslandsmeistari.
Aron hefur undanfarin ár verið í atvinnumennsku en snýr nú heim en hann hefur einnig leikið með Þrótti og Fram hér á landi.