Leikmenn Gambíu voru nær dauða en lífi þegar loftþrýstingur féll um borð í flugvél liðsins og súrefnislaust var um borð.
Lið Gambíu var að leggja af stað frá heimalandinu til Fílabeinsstrandarinnar þar sem mótið fer fram.
Hópurinn var búinn að vera níu mínútur í loftinu þegar bilun átti sér stað og ekkert súrefni var í vélinni.
Henni var snúið til baka. „Við hefðum allir getað látið lífið þarna,“ segir Tom Saintfiet, þjálfari Gambíu.
„Við sofnuðum allir strax, mig fór að dreyma um hvernig lífið væri á enda.“
„Flugstjórinn snéri vélinni við og margir leikmenn vöknuðu ekki fyrr en í lendingu.“