Fjölmiðlamaðurinn Richard Keys vandar Jordan Henderson ekki kveðjurnar í nýjum pistli sínum.
Henderson er sagður ósáttur hjá sádiarabíska félaginu Al-Ettifaq og vill burt.
Enski miðjumaðurinn yfirgaf Liverpool í sumar og elti peningana til Sádí.
„Svo Jordan Henderson vill binda enda á martröðina í Sádí og snúa aftur í úrvalsdeildina? Í alvöru?“ skrifar Keys í pistlinum
„Hvað fær hann eiginlega til að halda að hann sé enn nógu góður?“ bætti hann við.
Henderson hefur til að mynda verið orðaður við Ajax, Bayer Leverkusen og Newcastle.