Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, telur að Dominik Szoboszlai, sem gekk í raðir Liverpool í sumar, hafi ekki verið eins góður og margir hafa haldið fram.
Szoboszlai gekk í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig og hefur fengið lof fyrir frammistöðu sína.
„Ég veit að allir eru að hrósa honum en mér hefur ekki fundist hann eins góður og fólk talar um,“ segir Ferdinand í hlaðvarpi sínu.
„Hann er góður leikmaður en fólk er að bera hann saman við Steven Gerrard. Hann er ekki þar.“
Szoboszlai er kominn með 4 mörk og 3 stoðsendingar í öllum keppnum á þessu tímabili.