„Þú ert alltof góður við þig, ég væri brjálaður ef ég væri í liðinu,“ segir Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United um frammistöðu Ramsus Hojlund í gær.
United vann þá 0-2 sigur á Wigan í enska bikarnum en danski framherjinn var aldrei líklegur til afreka í leiknum.
Hojlund hefur í raun ekki fengið mikla gagnrýni þrátt fyrir bara eitt deildarmark á tímabilinu.
„Við vildum sjá United liðið gera það sem það getur í dag, þeir gerðu það þegar kemur að því að skapa og klára ekki færin.“
„Þegar framherjinn þinn klikkar á færum, þá er ekki hægt að tala alltaf um óheppni því þetta voru frábær færi.“
„Settu boltann í netið og hættu þessu bulli.“