Cristiano Ronaldo fagnar 39 ára afmæli sínu á næstu vikum en óhætt er að segja að hann sé enn í frábæru formi.
Ronaldo hefur alla tíð hugsað einstaklega vel um sig, bæði hvað varðar hreyfingu og mataræði.
Ronaldo er í fríi þessa dagana í Dubai á meðan stutt vetrarfrí er á deildinni í Sádí Arabíu.
Ronaldo slakar ekkert á þó það sé frí og birti myndir af sér í ræktinni sem vakið hafa athygli.
Þar sýnir Ronaldo rosalega magavöðva sína eins og sjá má hér að neðan.