Um helgina var því haldið fram í miðlum ytra að Jordan Henerson væri ósáttur með lífið í Sádi-Arabíu og vildi snúa aftur til Englands.
Henderson yfirgaf Liverpool í sumar eins og flestir vita og elti peningana til Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu.
Miðað við fréttir á hann erfitt með að aðlagast þar ytra og vill snúa heim.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool og þar með fyrrum stjóri Henderson, var spurður út í þetta eftir sigurinn á Arsenal í enska bikarnum í gær.
„Ræddi Hendo þetta á blaðamannafundi? Nei, það er bara skrifað um þetta. Fyrir mér er þetta þá ekki neitt,“ sagði svaraði Klopp beittur.
„Hann hefur ekki hringt í mig. Við töluðum reyndar saman en ekki um þetta. Ég hef því ekkert að segja.“