Kieran Tierney hefur útilokað það að hann sé á leið aftur til Arsenal í janúarglugganum sem er nú opinn.
Tierney var lánaður til Real Sociedad í sumar og hefur staðið sig ágætlega þar og er með 11 leiki í öllum keppnum.
Tierney var alls ekki fyrsti maður á blað hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal, og hefur í raun engan áhuga á að snúa aftur í vetur.
,,Það eru margir sem hafa spurt mig út í þetta en svarið er nei, ég vil ekki koma aftur,“ sagði Tierney.
,,Ég verð alltaf þakklátur stuðningsmönnunum og vil ekki tala illa um ensku deildina en lífið á Spáni hefur verið stórkostlegt.“
,,Ég get nefnt lið eins og Osasuna og Cadiz, ef þið heyrið stuðningsmenn þeirra syngja, þeir hætta aldrei. Andrúmsloftið er magnað.“