Það er ekkert grín að vinna undir hinum goðsagnarkennda Pep Guardiola sem er þjálfari Manchester City í dag.
Gael Clichy getur staðfest það en hann vann með Guardiola í stutta stund í Manchester.
Leikmenn Man City fengu skýr fyrirmæli í sumarfríinu og ef þú mættir aðeins of þungur til leiks kom ekki í mál að þú fengir að æfa með aðalliðinu.
,,Ef þú varst tveimur kílóum of þungur þá máttirðu ekki æfa með liðinu,“ sagði Clichy í samtali við Marca.
,,Í venjulegum tilfellum, ef þetta er mikilvægur leikmaður þá er tekið öðruvísi á málinu því þeir þurfa á þér að halda.“
,,Pep var fastur á sínu, ef þú varst tveimur kílóum of þungur þá máttirðu ekki æfa. Ég sá marga leikmenn sem fengu ekki að mæta í tvær vikur.“